Mæli innilega með Kraftlyftingaskólanum. Aðstaðan góð og þægilegt umhverfi fyrir byrjanda eins og mig. Júlían er einstaklega faglegur og hvetjandi þjálfandi og magnað að finna mun á bæði tækni og getu hjá sjálfri sér á ekki lengri tíma. Nú langar mig bara að halda áfram ;)
Þjálfarinn algjör snillingur , frábær leið til að komast í hópefli og bæta félagslíf , hef aldrei verið eins sterkur eftir stuttan tíma og með 100% tækni og svo er þatta líka bara svo gaman :D . 10 stjörnur !!!
Góður persónulegur stuðningur og þolinmæði Júlían við að kenna fólki hvernig á að beita sér við stöng og lóð.
Mæli 100% með grunnnámskeiði og framhaldsnámskeiði þar á eftir fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í kraftlyftingum eða þau sem hafa áður æft lyftingar en vilja núna skerpa á tækninni.
Framhaldsnámskeiðið dýpkar skilning á grunnatriðum og bætir sjálfstraust við flóknari æfingar eins og hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. Mikil áhersla er lögð á öryggi, líkamsstöðu og smáatriði sem skipta sköpum þegar þyngdin eykst.
Námskeiðið er vel skipulagt, með skýrum fræðilegum hluta og fjölbreyttum æfingum. Júlían fylgist náið með hverjum og einum, gefur gagnlegar athugasemdir og hvetur nemendur til að bæta sig án þess að ýta þeim of hart áfram.
Ég kem úr þessu námskeiði með meiri færni, meiri öryggi og aukna hvatningu til að halda áfram að æfa á markvissan hátt.